COMFORT-U®

kr.4.190

Kröftug blanda náttúrulegra innihaldsefna sem veita þvagfærunum stöðuga vernd. Virkar bæði sem fyrirbyggjandi og við bráðari tilfellum. Blandan inniheldur D-mannósa, trönuber, sortulyng og flórubætandi góðgerla.

 

 

Sýruþolin hylki

Samvirk efnablanda

Out of stock

Kostir Comfort-U®

  • Seinkuð losun – sýruþolin hylki sem hönnuð eru til að fara í gegnum magann án þess að leysast upp. Þannig er næringarefnunum haldið í sínu náttúrulega formi og komið í veg fyrir að innihaldsefnin séu virkjuð of snemma í líkamanum.
  • Áhrífaríkur styrkur – 500 mg D-mannósi, 100 mg trönuberjaekstrakt staðlaður í 50 mg PAC, 50 mg sortulyngsekstrakt staðlaður í 10 mg Arbutin ásamt 1 milljarði CFU L. reuteri til að styðja við samverkandi áhrif í þvagrásinni.

Ráðlögð notkun

Mælt er með COMFORT-U® fyrir þá sem fá ítrekaðar þvagfærasýkingar og til þess að viðhalda heilbrigðu sýrustigi í þvagfærum. Virkar bæði gegn einkennum og til þess að fyrirbyggja þvagfærasýkingu

 

Fyrirbyggjandi aðgerðir: Taktu 1 hylki á dag með vatni eða samkvæmt læknisráði.
Meðferð við þvagfærasýkingu: Taktu 2-3 hylki á dag með vatni eða samkvæmt læknisráði.

D-Mannósi

500 mg

D-mannósi er einsykrungur sem miðar  áhrif sín á skaðlegar bakteríur með því að herma eftir yfirborði þeirra svæða þvagrásarinnar sem þær geta fest sig við. Það þýðir að bakteríurnar geta ekki lengur fest sig við frumurnar og valdið meðfylgjandi óþægindum – bakteríurnar haldast því lausar í þvaginu þar sem þær hafa engin áhrif. D-mannósi er almennt þekktur fyrir að vinna gegn þrálátum kvillum í þvagrásinni.

Trönuber

100 mg

Ímyndaðu þér alla kosti trönuberjasafa án þess að þurfa að innbyrða allan sykurinn og hitaeiningarnar! Virku innihaldsefnin í stöðluðum trönuberjaekstrakt eru proanthocýanídín (PAC), náttúruleg efnasambönd sem plantan framleiðir og hafa jákvæð áhrif á heilbrigði þvagfæranna. Þau hafa þann eiginleika að bindast við festiþræði baktería og koma þannig í veg fyrir að þær geti fest sig við slímhúð þvagrásarinnar.

Sortulyng

50 mg

Arctostaphylos-sortulyngs ekstrakt hefur margs konar samverkandi áhrif sem styrkja heilbrigði þvagfæranna og hjálpar einnig við upptöku trönuberja í líkamanum. Sortulyngs ekstrakt inniheldur meðal annars Arbutin sem berst gegn skaðlegum bakteríum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Arbutin virkar vel til að viðhalda góðri heilsu þvagfæranna og að áhrifin eru til staðar til lengri tíma.

Lactobacillus reuteri

1 milljarður CFU

Stofn góðgerla sem eiga þátt í að viðhalda góðri þvagfæra-, leggganga- og þarmaflóru, vegna þess að þeir mynda efni sem koma í veg fyrir að skaðlegar bakteríur nái að þróast. Lactobacillus reuteri. eða L. reuteri getur endurheimt eðlilegt ástand þvag- og kynfæra en lágmarksmagn sem þarf til þess er 1 milljarður CFU (þyrpingamyndandi einingar).

Umsagnir

Það eru engar umsagnir eins og er.

Eigðu frumkvæði að fyrstu umsögninni um “COMFORT-U®”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *